Athugið þessi frétt er meira en 9 mánaða gömul.

Barni bjargað úr rústum í Izmir

02.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Grikkland · Tyrkland · Evrópa
epaselect epa08791597 Rescue workers search for survivors at the site of a collapsed building after a 7.0 magnitude earthquake in the Aegean Sea, at Bayrakli district in the Aegean Sea, at Bayrakli district in Izmir, Turkey, 01 November 2020. According to Turkish media reports, at least 62 have people died while more than 800 were injured and dozens of buildings were destroyed in the earthquake.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
Björgunarmenn að störfum í Izmir. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þriggja ára stúlku var bjargað lifandi úr rústum fjölbýlishúss sem hrundi í jarðskjálfta í tyrknesku borginni Izmir á föstudag. Móður stúlkunnar og þremur systkinum var bjargað í fyrradag.

Áttatíu og einn hefur fundist látinn eftir skjálftann í Izmir. Enn er verið að leita þar í rústum í von um að finna fólk á lífi. Upptök skjálftans, sem var af stærðinni 6,9, voru norðaustur af grísku eynni Samos á Eyjahafi. Tveir fórust í skjálftanum á Samos.