Björgunarmenn að störfum í Izmir. Mynd: EPA-EFE - EPA
Þriggja ára stúlku var bjargað lifandi úr rústum fjölbýlishúss sem hrundi í jarðskjálfta í tyrknesku borginni Izmir á föstudag. Móður stúlkunnar og þremur systkinum var bjargað í fyrradag.
Áttatíu og einn hefur fundist látinn eftir skjálftann í Izmir. Enn er verið að leita þar í rústum í von um að finna fólk á lífi. Upptök skjálftans, sem var af stærðinni 6,9, voru norðaustur af grísku eynni Samos á Eyjahafi. Tveir fórust í skjálftanum á Samos.