Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þrír handteknir í nótt grunaðir um heimilisofbeldi

Lögreglustöðin við Hlemm
 Mynd: RÚV
Tveir karlar og ein kona voru handtekin í nótt grunuð um heimilisofbeldi. Einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Fréttastofa greindi frá því í morgun að Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði borist fjórar tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að árásirnar hafi allar verið heimilisofbeldi og að þrír hafi verið handteknir vegna þeirra. Þrjár tilkynninganna komu frá Reykjavík og ein úr Garðabæ. Málin eru öll til rannsóknar lögreglu.