Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Yfir 80 milljónir búnar að kjósa

epa08784964 Voters cast their ballots during Ohio's early voting period at the Summit County Board of Elections in Akron, Ohio, USA, 29 October 2020. Americans are voting to choose between re-electing Donald J. Trump or electing Joe Biden as the 46th President of the United States to serve from 2021 through 2024.  EPA-EFE/DAVID MAXWELL
KJosendur greiða atkvæði utan kjörfundar í Ohio. Mynd: EPA-EFE - EPA
Ríflega 80 milljónir manna hafa greitt atkvæði utan kjörfundar í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Það er um 58 prósent af heildarkjörsókn í síðustu forsetakosningum vestanhafs.

Þessi mikli fjöldi þykir vísbending um að kjörsókn verði nú með mesta móti. Í forsetakosningunum 2016 kusu 138 milljónir Bandaríkjamanna, þar af 47 milljónir utan kjörfundar.

Það styttist óðum í kjördag sem verður á þriðjudaginn í næstu viku. Kannanir gefa til kynna að Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, hafi meira fylgi en Donald Trump forseti á landsvísu, en úrslitin ráðast af niðurstöðum í nokkrum lykilríkjum.

Frambjóðendurnir verða á ferð og flugi í dag og fara hvor um sig til þriggja ríkja. Báðir voru þeir á kosningafundum í Florida í gær, en í dag fara báðir til Wisconsin og Minnesota. Trump fer að auki til Michigan, en Biden til Iowa.