Landsliðið í hestaíþróttum valið

Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV

Landsliðið í hestaíþróttum valið

30.10.2020 - 13:53
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsþjálfari í hestaíþróttum hefur valið landsliðshópinn fyrir komandi verkefni. Fram undan er meðal annars heimsmeistaramót íslenska hestsins næsta sumar.

Nokkrar breytingar eru á landsliðshópnum eins og hann var síðast skipaður. Inn í hópinn koma þrír nýir knapar, þau Daníel Gunnarsson, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Snorri Dal. Úr liðinu ganga fjórir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason, Haukur Tryggvason, Hulda Gústafsdóttir og Þórarinn Ragnarsson.

A-landsliðhóp LH 2021 skipa:

Ríkjandi heimsmeistarar og titilverjendur
Benjamín Sandur Ingólfsson, Fáki
Guðmundur Björgvinsson, Geysi
Jóhann Skúlason, Danmörku
Konráð Valur Sveinsson, Fáki
Teitur Árnason, Fáki

Aðrir Landsliðsknapar 2021:
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, Herði
Árni Björn Pálsson, Fáki
Bergþór Eggertsson, Þýskalandi
Daníel Gunnarsson, Sleipni – Nýr landsliðsknapi
Gústaf Ásgeir Hinriksson, Fáki
Hanna Rún Ingibergsdóttir, Sörla
Helga Una Björnsdóttir, Þyt
Hinrik Bragason, Fáki
Jakob Svavar Sigurðsson, Dreyri
Jóhanna Margrét Snorradóttir, Mána – Nýr landsliðsknapi
Olil Amble, Sleipni
Ragnhildur Haraldsdóttir, Sleipni
Siguroddur Pétursson, Snæfellingi
Sigursteinn Sumarliðason, Sleipni
Snorri Dal, Sörla – Nýr landsliðsknapi
Viðar Ingólfsson, Fáki
Þórarinn Eymundsson, Skagfirðingi