Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hertar sóttvarna-aðgerðir til 17. nóvember

30.10.2020 - 16:59
Mynd: RÚV / RÚV
Ríkisstjórnin hefur kynnt hertar sóttvarna-aðgerðir fyrir allt landið. Þær verða í gildi frá miðnætti í kvöld til 17. nóvember.

Fjöldatakmörk

Nú mega aðeins 10 manns koma saman. Það er meginreglan. Undantekningar á henni eru:

 • 30 manns mega vera við útfarir. Þó mega að hámarki vera 10 í erfidrykkjum.
 • 50 manns mega mest vera í lyfjabúðum og matvörubúðum.
 • Þar sem fleiri en 10 búa á sama heimili gildir reglan ekki.
 • Reglan gildir ekki í strætó, rútum og innanlandsflugi.
 • Í ríkisstjórn og ríkisráði, á Alþingi og í dómstólum gildir 10 manna reglan ekki.

Lokanir

 • Íþróttir eru ekki leyfðar.
 • Sundlaugar eru lokaðar.
 • Sviðslistir eru ekki leyfðar. Sviðsllistir eru leikrit, danssýningar og tónleikar.
 • Krár og skemmtistaðir eru lokuð.
 • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi mega bara hafa opið til klukkan 21.

Tveggja metra regla og grímuskylda

 • Tveggja metra reglan er alls staðar í gildi.
 • Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að fara eftir tveggja metra regluna.
 • Þessar reglur gilda nú líka um börn sem fædd eru á árunum 2005 til 2014.
 • Tveggja metra regla og grímuskylda á ekki við um börn sem eru fædd 2015 eða síðar.
 • Tveggja metra regla og grímuskylda gilda ekki inni á heimilum.

Þetta kom fram á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar og Almannavarna í dag. Fundurinn var í beinni útsendingu í sjónvarpi og hann má sjá í heild hér að ofan.