Rúnar Alex byrjar hjá Arsenal

Mynd með færslu
 Mynd: Arsenal - Twitter

Rúnar Alex byrjar hjá Arsenal

29.10.2020 - 18:54
Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er í byrjunarliði Arsenal gegn Dundalk í Evrópudeildinni.

Þetta er fyrsti leikur Rúnars með Arsenal síðan hann gekk í þeirra raðir í haust frá Dijon. Leikurinn byrjar klukkan 20:00. Byrjunarlið Arsenal: Rúnar Alex, Cedric, Mustafi, Kolasinac, Maitland-Niles, Willock, Elneny, Xhaka, Pepe, Nketiah, Nelson.

Þá byrjar Albert Guðmundsson hjá AZ Alkmaar sem mætir Rijeka frá Króatíu
og Sverrir Ingi Ingason hjá PAOK sem mætir Granada en þeir leikir byrja líka klukkan 20:00.