Óveður í suðurríkjum Bandaríkjanna

29.10.2020 - 08:25
A passing car's headlights illuminate a darkened Bourbon Street in the French Quarter of New Orleans, Wednesday, Oct. 28, 2020. Hurricane Zeta passed through Wednesday leaving much of the city and metro area without power. (AP Photo/Gerald Herbert)
Rafmagnslaust varð í New Orleans í óveðrinu. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Fellibylurinn Zeta er nú á leið yfir Mississippi og Alabama í sunnanverðum Bandaríkjanna. Zeta telst nú annars stigs fellibylur.

Gripið hafði verið gripið til ýmissa neyðarráðstafana til þess að takmarka tjón af völdum fellibylsins og neyðarástandi lýst yfir í Mississippi.

Í Louisiana er mesta hættan yfirstaðin en ríkisstjórinn John Bel Edwards hvatti í nótt íbúa til að halda kyrru fyrir enn um sinn. Þar er víða rafmagnslaust eftir óveðrið, en nærri áttatíu prósent íbúa borgarinnar New Orleans urðu rafmagnslausir um tíma.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV