Kvöldfréttir og Kastljós: Hertar aðgerðir vegna COVID

29.10.2020 - 18:36
Ríkisstjórnin fjallar um nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á morgun en þar eru lagðar til hertar sóttvarnaaðgerðir. Ef það verður ekki gert dregur ekki úr fjölda smita fyrr en í febrúar á næsta ári, samkvæmt nýju spálíkani. Árásarmaður varð þremur að bana í hnífaárás í borginni Nice í Frakklandi í morgun. Málið er rannsakað sem hryðjuverk. Hátt í 60 björgunarsveitamenn leituðu að göngumanni við erfiðar aðstæður í Lóni í nótt og í morgun. Maðurinn fannst heill á húfi.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV