Íslenska liðið fær leikmennina sína frá Þýskalandi

epa08125548 Iceland's team celebrates winning the Men's EHF EURO 2020 Handball preliminary round match between Iceland and Russia in Malmo, Sweden, 13 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

Íslenska liðið fær leikmennina sína frá Þýskalandi

29.10.2020 - 10:34
Samtök félagsliða í Þýskalandi hafa samþykkt að hleypa íslenskum leikmönnum sínum í landsleikinn gegn Litáen í undankeppni EM í næstu viku. Leikið verður í Laugardalshöll.

Í síðustu viku greindu þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að þýsk félagslið hygðust taka höndum saman og banna leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum í nóvember til að tryggja heilsu leikmanna. Alls eru níu leikmenn í landsliðshópnum sem valinn var á dögunum hjá þýskum félagsliðum.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í síðustu viku að HSÍ myndi greina samtökunum frá öllum sóttvörnum sem fylgt yrði hér á landi. Samtökin höfðu einnig ákveðin skilyrði sem HSÍ samþykkti að fylgja og því fá leikmennirnir að koma.

Allir leikmenn íslenska liðsins, auk þjálfara og starfsliðs verða í vinnustaðasóttkví á meðan þau eru hér á landi og mega því aðeins fara af hótelinu til æfinga og leikja. Þá munu allir leikmenn verða skimaðir þegar þeir koma til landsins, 1. og 2. nóvember, 4. nóvember og 7. nóvember. Þýsku félögin setja skilyrði um það að leikmenn séu skimaðir mest 48 tímum áður en þeir fara aftur til Þýskalands.