
Enn meiri áhersla lögð á símtöl og rafræn samskipti
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að stöðvarnar hafi verið nokkuð opnar að undanförnu en nú verði reynt að forðast það að fólk safnist saman á biðstofum, til dæmis með því að auka símaþjónustu enn frekar.
Móttaka heilsugæslunnar hefur verið að taka á móti um 70% af venjulegum fjölda að undanförnu, en á móti hefur heildarfjöldi samskipa verið mun meiri en venjulega vegna símaþjónustu og rafrænna samskipta. Það sýni sig líka að mál séu fljótar afgreidd þannig heldur en með staðbundnum viðtölum þó það sé ekki staða sem hægt sé að una við í lengri tíma, segir Óskar
Á sama tíma og heilsugæslan hefur sinnt skjólstæðingum sínum vel þá hefur ekki orðið rof í starfseminni vegna innanhússmita að sögn Óskars. Allt kapp verði lagt á að halda því þannig.
Þrátt fyrir að tilmæli séu til fólks að hringja á undan sér áður en komið er á heilsugæslustöðvar, þá undirstrikar Óskar að enginn sé sendur burt.