Aukin hætta á skriðum og grjóthruni fyrir austan

29.10.2020 - 10:35
Grjótgrun í Hvalnesskriðum.
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Veðurstofan vekur athygli á því að spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á Suðausturlandi og Austfjörðum næstu daga. 

Uppsöfnuð úrkoma næstu þrjá sólarhringa er áætluð um 150 mm til fjalla en hiti verður á bilinu þrjú til átta stig á láglendi.

Ofanflóðavakt Veðurstofunnar varar við því að við þessar aðstæður gæti vatn aukist í ám og lækjum. Með því getur hætta á skriðum og grjóthruni í bröttum hlíðum aukist.