Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Átta sagt upp í Borgarleikhúsinu

29.10.2020 - 07:25
Borgarleikhúsið við Kringluna.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Átta starfsmönnum Borgarleikhússins var sagt upp störfum í gær. Uppsögnin flokkast ekki sem hópuppsögn, en gríðarlegt tekjutap á árinu er sögð skýringin á uppsögnunum.

Vísir greinir frá þessu.  Uppsagnirnar taka gildi frá mánaðamótum og starfa þeir sem sagt var upp í öllum deildum leikhússins. Í tölvupósti sem starfsmenn fengu í gær kemur fram að leikhúsið hafi orðið af um 60 prósent tekna sinna. Það sé afar stór biti og því sé komið að þolmörkum. Reynt hafi verið eftir fremsta megni að vernda störf og rekstur leikhússins 

Boðað hefur verið til starfsmannafundar í Borgarleikhúsinu í dag til að fara yfir stöðuna. 

Í byrjun október var öllum sýningum leikhússins aflýst í kjölfar hertra samkomutakmarkanna og leikhúsinu lokað. Það hafði þá verið opið um skamma hríð. Þá var miðað við að það yrði lokað í að minnsta kosti tvær vikur en ekki er víst hvenær hægt verður að opna það að nýju.