Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Albert skoraði tvö og Rúnar hélt hreinu

epa08784571 Albert Gudmundsson of AZ cheers after scoring the 2-0 during the UEFA Europa League match between AZ Alkmaar and HNK Rijeka at the AFAS Stadium in Alkmaar, Netherlands, 29 October 2020.  EPA-EFE/OLAF KRAAK
 Mynd: EPA-EFE - ANP

Albert skoraði tvö og Rúnar hélt hreinu

29.10.2020 - 21:04
Íslendingar voru í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. 20 leikir fóru fram og óvæntustu úrslit kvöldsins voru líklega 1-0 sigur Antwerpen á Tottenham.

Rúnar Alex Rúnarsson lék sinn fyrsta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið mætti írska liðinu Dundalk. Það fór svo að Rúnar Alex var öruggur í markinu, hélt hreinu og Arsenal sigraði 3-0. Þá var Albert Guðmundsson í byrjunarliði AZ Alkmaar sem mætti króatíska liðinu Rijeka. AZ Alkmaar réði lögum og lofum í leiknum og sigraði að lokum 4-1. Albert átti góðan leik og skoraði annað og þriðja mark AZ á 20. og 60. mínútu leiksins.

CSKA Moskva og Dinamo Zagreb gerðu markalaust jafntefli en Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn en Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir. Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Paok sem mætti Granada en liðin skildu jöfn 0-0.

Óvæntustu úrslit kvöldsins var 1-0 sigur belgíska liðsins Antwerpen á Tottenham en margir af sterkustu leikmönnum Tottenham tóku þátt í leiknum. Ga­reth Bale var í byrj­un­arliðinu og spilaði í rúman klukkutíma þegar Harry Kane kom inn á og leysti hann af.