Ron Jeremy ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot

28.10.2020 - 23:56
epa08511207 Adult film star Ron Jeremy appears for his arraignment on rape and sexual assault charges at Clara Shortridge Foltz Criminal Justice Center in Los Angeles, California, USA, 26 June 2020. Jeremy, whose real name is Ronald Jeremy Hyatt, is charged with raping three women and sexually assaulting another in separate incidents between 2014 and 2019. The 67-year-old defendant could face up to 90 years to life in state prison if convicted as charged.  EPA-EFE/DAVID MCNEW/ POOL
 Mynd: EPA
Ron Jeremy, frægur fyrir leik í klámmyndum, var í dag ákærður fyrir sjö kynferðisbrot gegn sex konum. Konurnar sem honum er gefið að sök að hafa beitt kynferðisofbeldi eru nú orðnar 23. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi .

Þetta kemur fram á vef Variety.  Brotin sem hann var ákærður fyrir í dag ná yfir sautján ára tímabil. Hann neitaði sök þegar hann kom fyrir dómara í dag.

Fram kemur á vef Variety að dómstóll í Los Angeles hafi hafnað fjórtán kærum til viðbótar þar sem talið var að þau brot væru fyrnd. 

Jeremy var handtekinn í júní og hefur verið gæsluvarðhaldi síðan. Á vef CBS kemur fram að hann hafi fyrst verið ákærður í júní fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Í lok ágúst voru honum svo birtar ákærur fyrir kynferðisbrot gegn þrettán konum til viðbótar og í dag bættust svo við ákærur fyrir kynferðisbrot gegn sex konum.  

Hann hefur nú verið ákærður fyrir meira en þrjátíu gróf kynferðisbrot. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér 330 ára fangelsisdóm. Hann á að koma aftur fyrir dómara um miðjan desember.

Jeremy er einn þekktasti klámmyndaleikari sögunnar og er sá sem hefur komið fram í flestum klámmyndum samkvæmt heimsmetabók Guinness. Eins hefur hann birst í fjölda tölvuleikja, kvikmynda og tónlistarmyndbanda.

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV