Nær hálf milljón manna greindist með COVID-19 í Bandaríkjunum síðustu sjö sólarhringa, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og yfir 5.600 dóu úr sjúkdómnum. Smitum fjölgar mest í Miðvesturríkjunum, þar sem metfjöldi hefur greinst með COVID-19 í sumum þeirra. Um 31.000 tilfelli voru staðfest í Illinois í liðinni viku, og sóttin geisar líka heitt í Pennsylvaníu og Wisconsin; tveimur af nokkrum lykilríkjum sem þeir Donald Trump og Joe Biden takast hart á um á lokaspretti kosningabaráttunnar.