Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Nær 500.000 smit í Bandaríkjunum síðustu vikuna

28.10.2020 - 05:35
epa08372220 A man walks past a sign suggesting how far people should be from each other on the boardwalk in Coney Island in Brooklyn, New York, USA, 19 April 2020. Restrictions requiring the shut down of all non-essential businesses are currently in place around the United States to stop the spread of the highly-contagious coronavirus. These restrictions are having massive economic implications and some local and federal politicians are begining to suggest plans for lifting some rules in an effort to get parts of the economy going again; many health officials are worried this will lead to another spike in COVID-19 cases.  EPA-EFE/JUSTIN LANE
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nær hálf milljón manna greindist með COVID-19 í Bandaríkjunum síðustu sjö sólarhringa, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og yfir 5.600 dóu úr sjúkdómnum. Smitum fjölgar mest í Miðvesturríkjunum, þar sem metfjöldi hefur greinst með COVID-19 í sumum þeirra. Um 31.000 tilfelli voru staðfest í Illinois í liðinni viku, og sóttin geisar líka heitt í Pennsylvaníu og Wisconsin; tveimur af nokkrum lykilríkjum sem þeir Donald Trump og Joe Biden takast hart á um á lokaspretti kosningabaráttunnar.

 

Forsetinn enn á því að sigur sé innan seilingar

Sjúkrahúsinnlögnum vegna farsóttarinnar fjölgaði um 13 prósent í vikunni, samkvæmt gögnum Reuters. Trump heldur þó ótrauður áfram að segja kjósendum að sigur á farsóttinni sé innan seilingar.

„Við græjuðum öndunarvélarnar og nú erum við að græja allan búnaðinn og nú erum við að græja bóluefni, við erum að græja meðferðir. Við höfum unnið mjög gott starf og fólk er byrjað að sjá það," sagði forsetinn við fréttamenn í Hvíta húsinu í gær.

Nær 8,8 milljónir hafa greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum til þessa og tæplega 227.000 látist úr sjúkdómnum svo staðfest sé.