Krafa um gjaldþrot Viljans afturkölluð

28.10.2020 - 17:53
Mynd með færslu
 Mynd: Kastljós - RÚV
Krafa um gjaldþrot útgáfufélagsins Viljans, sem er í eigu Björns Inga Hrafnssonar, hefur verið afturkölluð. Björn Ingi greinir frá þessu sjálfur á Facebook-síðu sinni. Málið er ekki lengur á dagskrá Héraðsdóms Vesturlands en fyrirhugað var að taka kröfuna fyrir þann 12. nóvember.

Krafan um gjaldþrot vakti nokkra athygli enda hefur Björn Ingi nánast mætt á hvern einasta upplýsingafund almannavarna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn og gaf út bókina Vörn gegn Veiru. 

Björn Ingi sagði í færslu í gærkvöld að krafan um gjaldþrot hefði komið honum á óvart. Hann hefði fyrst frétt af henni í gegnum umfjöllun fjölmiðla. 

Hann segir í færslunni í dag að það sé „sérstakur kapítuli út af fyrir sig að þurfa að lesa um svona í fréttum áður en maður fær sjálfa neina tilkynningu eða tækifæri til að bregðast við.“

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV