Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Eldsupptök í Kórahverfi eru rakin til lampa

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Eldsupptök í einbýlishúsi í Kórahverfi í Kópavogi um miðjan dag í gær, þar sem sex hundar drápust, eru rakin til lampa á heimilinu.

Þetta segir Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, en tæknideild lögreglu lauk rannsókn á upptökum eldsins rétt fyrir hádegi. Hann segir að tæknideild hafi nú lampann til frekari skoðunar. 

Fjórum hundum var bjargað úr brunanum og njóta þeir nú aðhlynningar hjá dýralækni. Engan annan sakaði í brunanum.

Þó nokkuð mikið tjón varð á húsinu, að sögn Heimis.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir