Mynd: RÚV - Ljósmynd

Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.
86 ný innanlandssmit – 10 við landamærin – 62 í sóttkví
28.10.2020 - 11:06
86 ný innanlandssmit greindust í gær af þeim voru 24 ekki í sóttví við greiningu. Tíu virk smit greindust við landamæraskimun, eitt við skimun 2 og tíu bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir skimun við landamærin. 5% þeirra sýna sem tekin voru við landamærin reyndust jákvæð. Nú eru 58 á sjúkrahúsi með COVID-19 og einn á gjörgæslu.
Talsvert fleiri sýni voru greind í gær en síðustu daga, samtals 2.286 innanlands.
Nýgengi innanlandssmita er nú 221,4 og nýgengi landamærasmita er 27,5
1.062 manns eru í einangrun með COVID-19 hér á landi. 1.667 eru í sóttkví og 1.548 í skimunarsóttkví.
Alls voru tekin 3.052 sýni í gær, 1.788 einkennasýni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, 420 sýni voru tekin við landamærin og sóttkvíar- og handahófsskimanir voru 844. Hlutfall jákvæðra sýna af fjölda sýna sem voru tekin er mismunandi: við einkennasýnatöku var hlutfallið 3,3%, við landamæraskimun var það 5% og við sóttkvíar- og handahófsskimanir var það 3,08.