Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

„Mér fannst við gefa allt í þennan leik“

Mynd: Mummi Lú / Mummi Lú

„Mér fannst við gefa allt í þennan leik“

27.10.2020 - 20:20
Elín Metta Jensen segir að íslenska liðið hafi gefið allt í leikinn gegn Svíum þrátt fyrir 2-0 tap. Svíþjóð er nú nær öruggt um fyrsta sætið í F-riðli í undankeppni EM kvenna.

Svíþjóð vann 2-0 og Ísland skapaði sér fá færi í leiknum. Elín Metta er vön því að skora fyrir íslenska landsliðið en hafði fá tækifæri til þess í dag. „Það hefur verið meira að gera hjá mér, við hefðum getað stigið ofar sem lið og skapað okkur meira í þessum leik það er alveg rétt,“ sagði Elín Metta eftir leikinn.

„Mér fannst við gefa allt í þennan leik og stundum gengur það bara ekki upp í fótbolta og í dag gekk það ekki upp. Mér fannst við vera á fullu í 90 mínútur þannig ég hrósa liðinu fyrir það, góð barátta,“ sagði Elín.

Viðtalið við Elínu Mettu má sjá í spilaranum hér að ofan.

Tengdar fréttir

Fótbolti

„Við setjum þetta til hliðar og komum okkur á EM“

Fótbolti

Myndskeið: Mörk Svíþjóðar gegn Íslandi

Fótbolti

Svíþjóð hafði betur á heimavelli gegn Íslandi