Forseti Barcelona segir af sér

epa08776202 A handout photo made available by FC Barcelona shows the club's President Josep Maria Bartomeu during a presser after the FC Barcelona's Board of Directors meeting at Camp Nou stadium in Barcelona, Spain, 26 October 2020. Bartomeu declared that he is not 'considering stepping off' of his position.  EPA-EFE/GERMAN PARGA / FC BARCELONA / HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - FC BARCELONA

Forseti Barcelona segir af sér

27.10.2020 - 20:45
Josep Maria Bartomeu, forseti spænska úrvalsdeildarliðsins Barcelona, hefur sagt af sér. Hann hefur verið forseti félagsins síðan 2014.

Bartomeu hefur lengi verið umdeildur og vinsældir hans fóru hratt niður á eftir að fótboltastjarnan Lionel Messi vildi fara frá félaginu í haust, meðal annars vegna Bartomeu. Messi fékk hins vegar ekki að fara frá félaginu og virtist tilneyddur til að leika þar minnst ár í viðbót. Yfir 20 þúsund stuðningsmenn liðsins höfðu nú í október skrifað undir lista þar sem óskað er eftir að kosið verði um vantrauststillögu á Bartomeu. Til þess kom þó ekki en hann sagði af sér nú undir kvöld og slapp því við að vera kosinn burt.

Barcelona tapaði fyrir Real Madrid á heimavelli á laugardag 3-1. Bartomeu átti að hætta í mars eftir að hafa verið forseti tvö kjörtímabil, en vegna aukins þrýstings frá óánægðum stuðningsmönnum hefur hann sagt af sér nú þegar. Þá er spurning hvort það breyti afstöðu Messi um að vera lengur hjá Barcelona þar sem hann hefur verið síðustu 20 ár, frá því að hann gekk til liðs við félagið árið 2000 frá argentínska félaginu Old Boys.
 

Tengdar fréttir

Íþróttir

„Og nú loks er eyðileggingin fullkomnuð“

Fótbolti

Messi biður um sölu frá Barcelona