Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt

epa08776623 Patrick Walsh, staff member of Hochi Mama restaurant sanitises a table in preparation to reopen the restaurant in Melbourne, Victoria, Australia, 27 October 2020. Victorian Premier Daniel Andrews has confirmed a major easing of Melbourne's coronavirus restrictions as a northern suburbs outbreak is brought under control.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.

Melbourne og Viktoríufylki voru lengi miðpunktur annarar bylgju heimfaraldur kórónuveirunnar í Ástralíu.

 

Í ágúst greindust um 700 ný smit á hverjum degi. Greg Sanderson, bareigandi í borginni, segist í samtali við AFP fréttastofuna hlakka mikið til að geta opnað að nýju en á miðnætti í kvöld verður leyft að opna fyrirtæki sem ekki veita brýnustu þjónustu að nýju. Gripið var til harðra aðgerða þegar í mars.  

„Sumir dagar og hafa verið skárri en aðrar, þetta tímabil er búið að vera ein rússíbanareið,“ segir Greg en bætir við að hann geti varla beðið eftir að opna, helst vilji hann gera það strax. Þegar hafi fjöldi fólks bókað borð og margir ætli að skála í kampavíni.

Einnig verður útgöngubanni aflétt. Bareigandinn kveður að hann hafi þurft að hafa lokað 61 prósent ársins. Nú eru aðeins 87 virk kórónuveirusmit í Viktoríufylki og örfá á sjúkrahúsi.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV