Mynd: EPA-EFE - EFE

Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.
Stjórnarskrárskipti samþykkt í Chile
26.10.2020 - 01:33
Útlit er fyrir að meirihluti Chilebúa sé fylgjandi því að skipta út stjórnarskrá landsins. Kosið var um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.
Gildandi stjórnarskrá landsins er í grunninn frá árinu 1980 en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á henni.
Þegar nítján prósent atkvæða hafa verið talin eru 77,5% fylgjandi breytingum en 22,5 andvíg. Skömmu eftir að kjörstöðum var lokað brutust út mikil fagnaðarlæti, ökumenn þeyttu bílflautur og mannfjöldi safnaðist saman á torginu Plaza Italia í höfuðborginni Santiago.
Þar var þungamiðja mikilla mótmæla í fyrra þegar krafist var umbóta á stjórnkerfi Chile. Sebastián Piñera forseti kallar nú eftir ríkri samvinnu um gerð nýrrar stjórnarskrár.