Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stjórnarskrárskipti samþykkt í Chile

epa08774012 Aerial view showing hundreds of people during a take over of Plaza Italia, in the hours prior to the result of the constitutional plebiscite, in Santiago, Chile, 25 October 2020. With cacerolazos and flags, a mass of people defied the police presence and shouted slogans against the Government, chanting 'Chile woke up' and 'The united people will never be defeated', turned into slogans of the serious wave of protests that broke out in 2019.  EPA-EFE/Alberto Valdes
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Útlit er fyrir að meirihluti Chilebúa sé fylgjandi því að skipta út stjórnarskrá landsins. Kosið var um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.

Gildandi stjórnarskrá landsins er í grunninn frá árinu 1980 en nokkrar breytingar hafa verið gerðar á henni.

Þegar nítján prósent atkvæða hafa verið talin eru 77,5% fylgjandi breytingum en 22,5 andvíg. Skömmu eftir að kjörstöðum var lokað brutust út mikil fagnaðarlæti, ökumenn þeyttu bílflautur og mannfjöldi safnaðist saman á torginu Plaza Italia í höfuðborginni Santiago.

Þar var þungamiðja mikilla mótmæla í fyrra þegar krafist var umbóta á stjórnkerfi Chile. Sebastián Piñera forseti kallar nú eftir ríkri samvinnu um gerð nýrrar stjórnarskrár.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV