Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Slökkvilið kallað út vegna mikils elds í Grafarvogi

26.10.2020 - 20:28
Mynd: RÚV / RÚV
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna mikils elds í einbýlishúsi í Stararima í Grafarvogi. Einn einstaklingur var inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði og verður sá líklega fluttur á slysadeild.

„Við komum hérna að og þá var eldur út um hurðina. Við réðumst beint í gegnum hana með reykkafarateymi og náðum að slökkva eldinn mjög fljótlega,“ segir Magnús Kristófersson, varðstjóri. 

Búið er að slökkva eldinn en unnið er að reykræstingu. Magnús segir mjög miklar skemmdir á húsinu.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV