Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Eineltisráð til að taka við erfiðum málum

Mynd með færslu
 Mynd: Eddi - RÚV
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að til standi nú að auka áherslu á svokallað eineltisráð innan ráðuneytisins.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í málaflokknum og lektor við Háskóla Íslands verður ráðuneytinu til samráðs.

Eineltisráðinu er ætlað að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála. Það eigi að gera með ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf. Til stendur að unnt verði að vísa eineltismálum sem ekki verða leyst innan skóla eða sveitarfélaga til ráðsins.

Það á einnig við ef ekki er brugðist við eineltismálum af hálfu þeirra aðila. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur að hún vilji styrkja kerfið þannig að eineltismál fari í betri farveg en nú er.