Ákveðin áhætta að bíða til kjördags

epa08768293 Voters wait in line to vote early as US Vice President Mike Pence and Second Lady Karen Pence vote in person in the US presidential election at the Marion County Clerk's Office in Indianapolis, Indiana, USA, 23 October 2020. Pence is running with US President Donald J. Trump for reelection against Democratic candidates Joe Biden and Kamala Harris.  EPA-EFE/JUSTIN CASTERLINE
Kjósendur pössuðu upp á samskiptafjarlægð á kjörstað í Marion í Indiana-ríki í gær.  Mynd: EPA
Meira en fimmtíu og níu milljónir Bandaríkjamanna hafa greitt atkvæði utan kjörstaðar í forsetakosningunum. Rúm vika er til kosninga og enn leiðir Joe Biden frambjóðandi Demókrataflokksins í skoðanakönnunum.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mánuðum saman fullyrt að póstkosningum fylgi kosningasvindl og því er viðbúið að fjöldi Repúblikana greiði sitt atkvæði á kjördag.

Því gæti fylgt nokkur áhætta að mati Micaels McDonalds stjórnmálafræðiprófessors við Flórída-háskóla. „Hvað gerist ef kjósendur hætta við að mæta á kjörstað. Hvað gerist ef kjörstaður verður óaðgengilegur eða verður lokað?“

Búist er við að kjörsókn geti farið yfir 150 milljónir en 137 milljónir greiddu atkvæði í forsetakosningunum árið 2016. Í Texas hafa nú þegar 80% af þeim fjölda sem kusu 2016 greitt atkvæði.

Íbúar í Texas hafa allt frá 1980 stutt forsetaframbjóðendur Repúblikana að stærstum hluta. Því vekur mikla athygli að kannanir sýna aukinn stuðning við Biden þar.