Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Trump heimsótti þrjú ríki og Biden hélt bílafund

epa08771050 Voters wait in line to vote early in the US presidential elections in a Community Center in Brooklyn, New York, USA, 23 October 2020. US President Donald J. Trump will face Democratic candidate Joe Biden in the US elections on 03 November.  EPA-EFE/Alba Vigaray
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti fór víða eftir að hann greiddi atkvæði utankjörfundar í gær. Hann hélt fjölmenna kosningafundi í Norður Karólínu, Ohio og Wsconsin.

Í borginni Lumberton í Norður Karólínu henti hann gaman að Joe Biden keppinauti sínum fyrir að boða napran kórónuveiruvetur framundan. Forsetinn fullyrti að alltof mikið hefði verið gert úr faraldrinum og að hann væri á undanhaldi.

Biden hélt kosningafund í Bristol í Pennsylvaníu þar sem gestir héldu kyrru fyrir í bílum sínum. „Við viljum ekki verða ofurdreifarar kórónuveirunnar,“ sagði Biden í ræðu.

Trump virðist enn eiga á brattann að sækja í skoðanakönnunum, Biden er að meðaltali með átta prósentustiga forskot á forsetann. Þó virðist munurinn vera minni í nokkrum mikilvægu sveifluríkjum á borð við Flórída, Ohio og Norður Karólinu. Því má búast við að frambjóðendurnir báðir leggi ríka áherslu á að ná til kjósenda í þeim ríkjum.

Nú hafa fimmtíu og sjö milljónir greitt atkvæði utan kjörfundar. Í gær hófst atkvæðagreiðsla í New York-borg og borgarbúar flykktust þegar á kjörstað. Löng röð kjósenda á leið í Madison Square Garden teygði sig eftir 34. stræti og niður á sjöundu breiðgötu.

Hið sama var uppi á teningnum við áttatíu kjörstaði í borginni sem löngum hefur verið eitt helsta vígi Demókrata.