Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Þurfa að endurheimta traust starfsmanna og samfélagsins

25.10.2020 - 13:53
Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV
Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segist ekki geta svarað því hvenær útgerðin hafi fyrst heyrt af veikindum sjómanna um borð í Júlíusi Geirmundssyni. Útgerðina hafi aldrei grunað að Covid smit væri um borð í skipinu fyrr en það var staðfest með sýnatöku.

Ítarlegt viðtal Elsu Maríu Guðlaugs Drífudóttur fréttamans RÚV á Vestulandi og Vestfjörðum við Einar Val Kristjánsson má sjá í spilaranum hér að ofan.

Einar segir meðal annars að það hafi verið mat skipstjórnenda að ekki væri verið að leggja skipverja í hættu með því að halda veiðum áfram þrátt fyrir veikindi um borð, jafnvel eftir að smit greindist um borð. Einar segir að sjómenn séu hraustmenni en þeir hafi ekki verið látnir vinna nauðugir eða veikir.

Hann segir að skipstjórnendur séu vanir því að vera í beinu sambandi við sjúkrahúsið og það hafi verið gert. Læknirinn mælti með því að skipverjar færu í sýnatöku en Einar segist ekki geta svarað því af hverju það var ekki gert. 

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.