Svíar huga að því sem svo sjaldan er talað um

Mynd: José Figueroa / .

Svíar huga að því sem svo sjaldan er talað um

25.10.2020 - 12:40

Höfundar

Svíar tilnefna í ár tvær unglingabækur til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Annars vegar er um að ræða sögulega ævintýrasögu, Hästpojkarna eða Hestastrákarnir eftir Johan Ehn, og hins vegar Trettonda sommaren eða þrettánda sumarið eftir Gabriellu Sköldenbergum, sögu um vináttu tveggja unglingsstúlkna þar sem valdahlutföll eru vægast sagt ójöfn.

Halla Þórlaug Óskarsdóttir las skáldsöguna Trettonda sommaren og hreifst af. „ Sagan er djúp, sjónarhornirð er skýrt og atburðarásin er margslungin,“ segir Halla Þórlaug. 

Það er hin þrettán ára Angela sem segir söguna sem, eins og titillinn undirstrikar, gerist einmitt þegar hún er þrettán ára. Angelika hefur um árabil dvalið á sumrin hjá afa sínum og ömmu en nú, þrettánda sumarið, er allt breytt. Amma er dáin. Á sama stað dvelur líka alltaf sumarlangt frænka hennar, Sandra. Eitt ár skilur þær að í aldri en þær eiga sama afmælisdag og þær eru vinkonur, „eru eining,“ eins og Halla Þórlaug orðar það.

Þetta sumar, þrettánda sumarið, þegar önnur þeirra verður þrettán og hin fjórtán, er margt breytt enda aldursbilið tólf til fjórtán ára mikið umbreytingatímabil í lífi ungs fólks, ekki síst stelpna. Sjálfsmyndin er óðum að taka á sig fasta mynd, hlutverk sem við viljum taka á okkur að mótast og markmið að skýrast en um leið er einhvern veginn allst í rugli. „Þetta eru margslungin ár, við erum einhvern veginn á kvikunni (...) það er auðvelt að hafa áhrif á okkur og skilja eftir djúp för,“ segir Halla Þórlaug í umfjöllun sinni.

Frænkurnar eru ólíkar, Angelika hefur alltaf verið sú góða en Sandra hefur hefur oft átt erfitt með að hemja skap sitt. En allt breytist þetta þrettánda sumar, Sandra er önnur, orðin svo róleg, hefur elst svo mikið við að verða fjórtán ára. Sandra er með öðrum orðum sú eldri og eins og oft vill verða í samskiptum barna lengi framan af þá ræður sá sem eldri er. En nú er aðstæður öðruvísi en þó ekki fullkomlega ljóst hvað það er sem hefur breyst.

Höfundurinn Gabriela Sköldenberg mun hafa fengist talsvert skriftir en Trettonda sommaren er fyrsta bókin sem hún sendir frá sér, bók sem sýnir að hér er mjög áhugaverður höfundur á ferð. Hún lýstir samskiptum frænknanna og vinkvennanna, Söndru og Angeliku einstaklega vel þótt þessi samskipti séu raun þess eðlis að þeim verður varla lýst. „Gabriela Sköldenberg hefur augljóslega næman skilning á samskiptamynstri, dýnamik á milli fólks,  og lesandinn áttar sig fljótt á hvernig andrúmsloftið gjörbreytist eftir því hver er viðstaddur hverju sinni“ og umhverfið þ.e. hinir fullorðnu og Angelika sjálf eru stöðugt á tánum, reyna að aftra vandræðum sem upp kunni að koma, við brögð sem veita þeim sem sýnir ofbeldifulla hegðun aðeins enn meiri völd.

Þannig hafði það alltaf verið en nú skyndilega, þrettánda sumarið, er allt breytt., Sandra hefur lært að haga sér eða svo virðist, en í raun hefur hún fyrst og fremst lært að leika leik hinna fullorðnu, dylja og drottna, mætti kalla þann leik. Angelika þarf stöðugt að sanna tryggð sína gagnvart Söndur en það er aldrei nóg 

Þótt þessi saga um samskipti vinkvennanna sé á köflum hjartaskerandi hræðileg þá er ekki annað hægt en að halda áfram að lesa. Angelika þarf stöðugt að sanna tryggð sína gagnvart Söndru í alls kyns þrautum og leikjum sem Sandra auvitað ákveður hverjar séu og eins og mátti búast fer þessi leikur á endanum alvarlega út af sporinu. 

Eins og ljóst má vera kryfur samskipti vinkvennanna af miklu innsæi en hún rnnsakar líka viðbröð fullorðna fólksins og samskipti þess. Trettonda sommaren er spennandi, óþægileg og ógnvænlega frásögn af andlegu ofbeldi hvernig það magnast smám saman og getur haft hræðilegar afleiðingar.

Mynd: norden.org/Ola Kjelbye / norden.org/Ola Kjelbye
Johan Ehn höfundur skáldsögunnar Hästpojkarna. Ljósm.Ola Kjelbye, norden.org

Hin bókin sem Svíar tekur efni sem ekki er sérlega oft til umfjöllunar í barna - og unglingabókum, en skáldsagan Hästpojkarna eða Hestastrákarnir eftir leikhúsmanninn og rithöfundinn Johan Ehn fjallar um samkynhneigð og ekki bara sem tilfinningu og í lífi einstaklinga heldur einnig og með mjög áhugaverðum hætti í sögulegu samhengi. 

Skáldsagan Hästpojkarna er tvískipt, þar skiptast á kaflar sem gerast í Stokkhólmi dagsins í dag á um það bil einu ári og kaflar sem gerast á ýmsum stöðum í Evrópu, mest þó í Tékkóslóvakíu á um það bil tuttugu ára timabili frá miðjum þriðja áratug síðustu aldar til loka þess fjórða.

Það er Anton sem leiðir lesandann í gegnum söguna, hann er nýorðinn stúdent og hefur alltaf vitað að hann hneigðist til stráka sem aldrei hafði valdið honum vandræðum. Hann á góða vinkonu, Mathildi. Þeim hafði þegar í grunnskóla orðið vel til vina og einhvern tíma komist að því að eitt af fjölmörgum sameiginlegum áhugamálum þeirra voru strákar.

Þegar sagan hefst er Anton kominn um tvítugt, óráðinn um hvað hann eigi að verða og vinnur á meðan hann er að ákveða sig við heimaaðhlynningu aldraðra. Hann á kærasta sem reyndar er mikið í burtu og svo á hann Matthildi til að segja frá því sem hann sér og heyrir á hinum ýmsu heimilum sem hann fer inn á til að aðstoða þann sem þar býr. Meðal þeirra er Alexander Kovac sem segir fátt en jánkar þó og neitar með því að berja staf sínum í gólfið líkt og hestur hófa. Íbúð hans er flott og þar er bæði uppi á veggjum og í albúmum mikið af myndum af glæsilegum karlmönnum. 

Í hinum hluta sögunnar fylgir lesandinn eftir tveimur strákum á munaðaleysingahæli í Tékkóslóvakíu. Á heimilinu er mikil áhersla lögð á hvers kyns líkamsrækt og fimi og þar eru líka hestar og þeir félagarnir Sascha og Janek læra fljótt að afla sér vinsælda og virðingar með með fimleikum á hestum. 

Þeir eru ólíkir félagarnir, Janek dulur og þögull, Sascha framtakssamur og drífandi. Janek hefur einstakt næmi gagnvart hestunum og Sascha verndar hann svo að hann megi eyða sem mestum tíma með þeim. Ákveðið atvik verður til þess að Sascha ákveður fyrir hönd þeirra beggja að þeir skuli strjúka. Þeir gera það og lenda á endanum í skirkus þar sem þeir eiga eftir að lifa og leika í rúmlega áratug og ferðast víðsvegar um Evrópu. Segja má að þessi hluti bókarinnar sverji sig í ætt gamaldags klassíska ævintýrasögu.  Það á hins vegar eftir að breytast því eins og allir vita þá umbreyttist allt í Evrópu árið 1933. Einmitt um það leyti voru félagarnir komnir til Berlínar og þeir hafa uppgötvað að tilfinningar þeirra hvor í annars garð eru annað og meira en bróður - og vinarþel. 

Það má ekki á milli sjá hvor sagan er meira spennandi sagan daglegt líf hins samkynhneigða tvítuga Antons sem vinnur í heimaþjónustunni í Stokkhólmi árið 2014 eða saga, ógiftu hjónanna Janeks og Sascha á þvælingi með sirkus um Evrópu millistríðsárann, síðast í Berlín á tímum nasismans með öllu sem því fylgdi. Þegar þessir tveir kynnast speglast aðstæður samkynhneigðra á tveimur tímabilum sögunnar í lifandi frásögn. Í gegnum bækur og bréf, skýrslur og blaðaúrklippur auk hundruða heillandi ljósmynda af karlmönnum við margskonar athafnir fær Anton og þar með lesandinn innsýn í þessa sögu sem er sannarlega áhugaverð fyrir okkur öll falleg og hræðileg í senn.

Höfundurinn Johann Ehn kafar djúpt í þessari sögu, bæði hvað varðar tilfinningalega upplifun persóna sinna og hinar sögulegu staðreyndir varðandi aðstæður samkynhneigðra í Evrópu.

Johan Ehn er leikari og leikskáld, starfar sem listrænn stjórnandi leikhússin Barbara í Stokkhólmi. Hästpojkarna er önnur bók hans, sú fyrri Down under mun vera sjálfsævisöguleg og fjalla um það að aðlaga sig umhverfi sínu en standa um leið með sjálfum sér.