Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Sprengingar í skíðlogandi bíl í Kópavogi

25.10.2020 - 18:04
Mynd með færslu
 Mynd: YouTube
Sprengingar heyrðust frá bíl sem kviknaði í við Álfhólsveg í Kópavogi í nótt og stóð í ljósum logum þegar slökkvilið kom á vettvang. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú, einn bíll fór á vettvang og greiðlega gekk að slökkva, að sögn Rúnars Helgason, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

„Hann var alelda þegar þeir komu á staðinn þannig að það var svo sem engu að bjarga,“ segir Rúnar. Í bílum sé yfirleitt töluvert eldsneyti og auk þess mikill eldsmatur, plast og fleira.

Spurður hvað geti valdið því að kvikni í kyrrstæðum bíl segir Rúnar algjörlega ómögulegt að segja til um það. „Það getur verið bara allur fjandinn,“ segir hann. Mannshöndin þurfi ekki endilega að koma þar nærri. „En svo er það auðvitað einn möguleikinn.“

Myndskeið af vettvangi hefur verið birt á Youtube:

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV