Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

58 innanlandssmit - 45 voru í sóttkví

Mynd með færslu
 Mynd: Guðmundur Bergkvist - RÚV
58 greindust með kórónuveiruna í gær, en af þeim voru 45 í sóttkví og 13 utan sóttkvíar. Þá er beðið niðurstöðu mótefnamælingar á einu sýni sem tekið var við landamærin.

Nýgengi innanlandssmita á hverja hundrað þúsund íbúa er nú 227,2, sem er lægra en í gær þegar það var 227,7. Í fyrradag var nýgengið 230,7.

31 er nú inniliggjandi á Landspítalanum og fjórir eru á gjörgæslu. 2.049 eru í sóttkví og 1.042 í einangrun.

Alls voru tekin 1.413 sýni í gær samkvæmt vefsíðunni Covid.is.