Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Vetur konungur á Næturvakt

24.10.2020 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Það er fyrsti vetrardagur í dag og Næturvaktin heldur upp á nýja árstíð með spennandi þætti.

Næturvaktin er á sínum stað og þetta laugardagskvöld er það Heiða Eiríksdóttir sem kokkar upp skemmtilega blöndu af alls kyns tónlist, með hjálp ykkar hlustenda Rásar 2. Alls kyns lög verða spiluð en einnig verður boðið uppá sérstakt efnisorð eða þema á kantinum fyrir þá sem vilja finna lög sem passa í það. Engin skylda er þó að taka þátt í því, og er þetta bara gert til gamans. Síminn verður opnaður eftir þörfum og hlustendur eru hvattir til að senda kveðjur og biðja um óskalög, en einnig má senda óskalög og kveðjur í gegnum rafpóst. Góða skemmtun!

Næturvaktin er á dagskrá öll laugardagskvöld á Rás 2 milli klukkan 21.00 og 00.00. Umsjónarmenn eru Heiða Eiríksdóttir og Ingi Þór Ingibergsson.
Óskalagasíminn er 5687123.
Netfang umsjónarmanns: [email protected]

heidaeiriks's picture
Heiða Eiríksdóttir
dagskrárgerðarmaður