Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tíu þúsund látin af völdum COVID í Þýskalandi

24.10.2020 - 09:46
epa08768774 The intensive care unit of the COVID-19 hospital of Casalpalocco during the second wave of the Covid-19 Coronavirus pandemic, in Rome, Italy, 23 October 2020. The capital city of Rome and entire Lazio region impose a night time curfewfor five hours for 30 days from 23 October as the country fights with the second wave of the coronavirus pandemic.  EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI
 Mynd: EPA-EFE - ANSA
Rúmlega tíu þúsund manns hafa látist af völdum COVID-19 veikinnar í Þýskalandi frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt tölum frá Robert Koch ríkisstofnuninni í morgun höfðu 10.003 látist af völdum sjúkdómsins.

Alls hafa 418 þúsund greinst með veikina, þar af rúmlega fjórtán þúsund og sjö hundruð í gær. Það er mesti fjöldi greindra smita á einum sólarhring í Þýskalandi.

Lothhar Wieler, yfirmaður Robert Koch stofnunarinnar, segir að staðan í Þýskalandi sé mjög alvarleg og skorar á almenning að gæta að sóttvörnum. Þjóðverjar sluppu betur úr fyrstu bylgju faraldursins í vor en hafa orðið illa fyrir barðinu á veikinni í núverandi bylgju. Stjórnvöld hafa hert á samkomutakmörkunum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði um síðustu helgi að það ráðist næstu daga og vikur hvernig veturinn og jólin verða.
 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV