Stærsti sigur í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar

epa08770831 Lassina Traore (L) of Ajax celebrates after scoring the third goal for his team with teammate Antony during the Dutch Eredivisie soccer match between VVV Venlo and Ajax Amsterdam in the Covebo stadium De Koel in Venlo, the Netherlands, 24 October 2020.  EPA-EFE/OLAF KRAAK
 Mynd: EPA

Stærsti sigur í sögu hollensku úrvalsdeildarinnar

24.10.2020 - 16:50
Ótrúleg úrslit urðu í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Ajax vann 13-0 útisigur á Venlo. Það hefur aldrei gerst áður að lið skori 13 mörk í leik í efstu deild í Hollandi en Ajax bætti með þessu eigið met frá árinu 1972. Þá vann Ajax 12-1 sigur á Vitesse.

Staðan var 4-0 í hálfleik og Venlo missti einn leikmann af velli með rautt spjald í leiknum, á 52. mínútu. Eftir það hrundi leikur heimamanna og Ajax skoraði 9 mörk á 33 mínútum. Lassina Traore skoraði 5 mörk fyrir Ajax en hann er aðeins 19 ára, fæddur árið 2001 og er landsliðsmaður Búrkína Fasó.

Ajax er á toppi deildarinnar með 15 stig eftir 6 leiki og markatöluna 24-3. Twente er stigi á eftir í 2. sæti en PSV Eindhoven sem er í 3. sæti með 13 stig á leik til góða.