Ólympíuleikar verði ekki markaðstorg mótmæla

epa08767151 YEARENDER 2020 
SPORTS

The Olympic Rings monument in front of the Japan Olympic Committee headquarters in Tokyo, Japan, 24 March 2020. Later in the day, Japanese prime minister Shinzo Abe is scheduled to hold phone talks with International Olympic Committee (IOC) president Thomas Bach of Germany regarding the possible postponement of the Tokyo 2020 Olympic Games due to the coronavirus COVID19 pandemic.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Ólympíuleikar verði ekki markaðstorg mótmæla

24.10.2020 - 11:12
Ólympíuleikarnir mega ekki verða að markaðstorgi mótmæla sem kljúfa heiminn frekar en að sameina hann, segir Thomas Bach, forseti Ólympíunefndarinnar. Sú afstaða nefndarinnar að banna mótmæli keppenda á ólympíuleikunum hefur sætt gagnrýni. Íþróttamenn víða um heim hafa verið áberandi í mótmælum gegn misrétti og fordómum í ár.

 

Bach sagði í grein í breska dagblaðinu The Guardian að íþróttamenn á ólympíuleikunum væru ímynd afreka, samstöðu og friðar. Hann sagði að samstaða og gagnkvæm virðing væru best tryggð með því að keppendur gættu hlutleysis, bæði í keppni og á athöfnum ólympíuleikanna. 

Íþróttamenn hafa verið áberandi í mótmælum síðustu mánuði, sérstaklega eftir að lögreglumenn drápu George Floyd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári. Leikmenn í NBA-körfunni lögðu niður störf í úrslitakeppni deildarinnar og íþróttamenn í fjölda greina fóru niður á hnéð við upphaf leikja og móta. Þá hafa mannréttindasamtök hvatt Ólympíunefndina til að svipta Kínverja vetrarólympíuleikunum 2022 vegna mannréttindabrota í Hong Kong og Xinjiang.