Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Metfjöldi smita í Bandaríkjunum í gær

24.10.2020 - 12:33
epa08768293 Voters wait in line to vote early as US Vice President Mike Pence and Second Lady Karen Pence vote in person in the US presidential election at the Marion County Clerk's Office in Indianapolis, Indiana, USA, 23 October 2020. Pence is running with US President Donald J. Trump for reelection against Democratic candidates Joe Biden and Kamala Harris.  EPA-EFE/JUSTIN CASTERLINE
Kjósendur pössuðu upp á samskiptafjarlægð á kjörstað í Marion í Indiana-ríki í gær.  Mynd: EPA
Rúmlega 83.000 kórónuveirusmit voru greind í Bandaríkjunum í gær og hafa aldrei verið fleiri. Alls hafa verið greind 8,5 milljónir smita í landinu síðan faraldurinn hófst. Síðustu vikuna hafa 441,541 smit verið greind. Það er mesti fjöldinn á einni viku síðan í lok júlí.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir skurðlækninum Jerome Adams að þeim fjölgi sem lagðir eru inn á spítala en að hlutfallslega látist færri úr COVID-19, þar sem sjúklingar fái betri umönnun en áður. 

Staðan þykir hvað verst í ríkjum í miðvesturhluta landsins og hefur tilfellum fjölgað mikið í Norður-Dakota, Montana og Wisconsin.

Forsetakosningar verða í landinu eftir tíu daga og í gær höfðu yfir fimmtíu milljónir þegar skilað sínu atkvæði. Það stefnir í að metfjöldi kjósi fyrir kjördag. Ástæðurnar fyrir þessari miklu kjörsókn eru taldar þær að fólk vilji forðast að vera á mannmörgum kjörstöðum á kjördag. Einnig er mikill áhugi á baráttu þeirra Donald Trump, forseta og Joe Biden, frambjóðanda Demókrata.