Liverpool upp í annað sætið með sigri á Sheff. Utd

epa08771629 Liverpool's Diogo Jota (back L) celebrates with teammates after scoring the 2-1 lead during the English Premier League soccer match between Liverpool FC and Sheffield United in Liverpool, Britain, 24 October 2020.  EPA-EFE/Stu Forster / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA

Liverpool upp í annað sætið með sigri á Sheff. Utd

24.10.2020 - 20:57
Liverpool tyllti sér í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld með 2-1 sigri á Sheffield United. Liverpool er með 13 stig eins og topplið Everton sem á leik til góða.

Gestirnir frá Sheffield náðu forystunni í leiknum þegar Sander Berge skoraði úr vítaspyrnu á 13. mínútu sem dæmd var á Fabinho. Roberto Firmino jafnaði fyrir Liverpool á 41. mínútu og 1-1 var staðan í hálfleik.

Mo Salah skoraði svo mark fyrir Liverpool á 61. mínútu sem VAR myndbandsdómarinn dæmdi markið ógilt vegna rangstöðu í aðdragandanum. Aðeins tveimur mínútum síðar kom Liverpool boltanum aftur í mark Sheffield Utd. Þar var á ferðinni Diogo Jota og að þessu sinni fékk markið að standa og það reyndist sigurmarkið. 2-1 fyrir Liverpool. 

Sheff Utd er eitt af þremur liðum sem eru með eitt stig á botni deildarinnar.

Úrslit dagsins

West Ham - Man City 1-1
Fulham - Crystal Palace 1-2
Man Utd - Chelsea 0-0
Liverpool - Sheff Utd 2-1

Tengdar fréttir

Fótbolti

Man Utd enn án sigurs á heimavelli

Fótbolti

Foden tryggði Man City jafntefli gegn West Ham