Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hádegisfréttir: Býst við fleiri smitum tengdu Landakoti

24.10.2020 - 12:10
Um 30 liggja nú Covid-smitaðir á Landspítala sem er það mesta í  þessari bylgju faraldursins. Tíu voru fluttir frá Landakoti í gær þar sem eru alls 26 smitaðir. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs byst við að hópsýkingin nái út fyrir Landspítala.

Kennari, sem fékk lausnarlaun vegna veikinda, hefur komist að samkomulagi við ríkislögmann um bætur upp á 5,6 milljónir.Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í sumar að Árborg og íslenska ríkið væru skaðabótaskyld eftir umsókn mannsins um kennarastöðu var hafnað á þeim forsendum að hann hefði fengið lausn frá störfum.

Þrátt fyrir að breska þingið hafi í vikunni fellt frumvarp þess efnis að börn í efnalitlum fjölskyldum fái matarmiða í haustfríi í næstu viku, verða börnin ekki án matar. Þökk sé Marcus Rashford, leikmanni Manchester United, sem efnt hefur til átaks sem fjöldi fyrirtækja ætlar að taka þátt í. 

Hval hf. var í Landsrétti í gær gert að leiðrétta laun starfsmanna sem störfuðu á vertíð árið 2015. Formaður Verkalýðsfélags Akraness reiknar með að sú upphæð geti numið um hundrað milljónum króna.

Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslands- og Norðurlandametið í 200 metra bringusundi.

Hádegisfréttir hefjast klukkan 12.20.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV