Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Forsetaframbjóðendur lofa fríu bóluefni

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett RÚV - AP/EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur um hríð boðað að skammt væri í að bóluefni gegn COVID-19 verði tilbúið og að það verði frítt fyrir alla þegar að því kemur. Joe Biden, andstæðingur Trumps í forsetakosningunum lofaði hinu sama í gær, næði hann kjöri.

Nærri áttatíuþúsund greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum í gær samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum.

Nærri átta og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af COVID-19. Ástandið er nú verst í norður- og miðvesturríkjunum en tilfellum hefur fjölgað í þrjátíu og fimm ríkjum undanfarið.

Á hverjum degi falla um sjö til áttahundruð í valinn af völdum Covid-19 vestra. Yfir 223 þúsund hafa látist þar frá því að heimsfaraldurinn skall á.