Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Bregðast þurfi við alvarlegri stöðu í barnaverndarmálum

24.10.2020 - 09:41
Mynd með færslu
 Mynd: Kveikur - RÚV
Nauðsynlegt er að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin vegna mikillar fjölgunar tilkynninga til barnaverndar og auknum alvarleika mála.

Þetta kom fram á fundi barnaverndar Kópavogs í vikunni. Í fundargerð segir að fleiri mál og alvarlegri hafi valdið óhóflegu álagi á starfsmenn og þungum áhyggjum lýst af stöðunni.

„Nefndin telur að bregðast þurfi strax við þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er með því að fjölga starfsfólki barnaverndar,“ segir í fundargerðinni, en til umræðu voru þá meðal annars álagsmælingar hjá starfsmönnum.

Þetta er í takt við stöðuna sem greint hefur verið frá í öðrum sveitarfélögum, meðal annars var 11% fjölgun tilkynninga til Barnaverndar Reykjavíkur fyrstu átta mánuði þessa árs.