Anton Sveinn bætti Íslands- og Norðurlandametið

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Anton Sveinn bætti Íslands- og Norðurlandametið

24.10.2020 - 12:13
Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslands- og Norðurlandametið í 200 metra bringusundi á alþjóðlegu móti í Búdapest í Ungverjalandi.

Anton synti á 2.01.73 mínútum og bætti eigið Íslandsmet um 1,21 sekúndu. Þá bætti hann Norðurlandametið um 1,07 sekúndu. Það átt Svíinn Eric Person, 2.02.80 mín. sem einnig var sett á EM25 í fyrra.

Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Antoni og gefur góðar væntingar fyrir framhaldið hjá honum en mótaröðin fer fram næstu vikurnar í Búdapest. Anton er eini Íslendingurinn sem hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum á næsta ári.