Meistararnir tryggðu EM-sætið

epa07693306 Players of Netherlands celebrate after the Semi final match between Netherlands and Sweden at the FIFA Women's World Cup 2019 in Lyon, France, 03 July 2019.  EPA-EFE/SRDJAN SUKI
 Mynd: EPA

Meistararnir tryggðu EM-sætið

23.10.2020 - 21:08
Evrópumeistarar Hollands eru búnir að tryggja sér farseðilinn á EM kvenna í fótbolta á næsta ári.

Holland mætti Eistlandi í kvöld og þar lauk leiknum með 7-0 sigri Evrópumeistaranna. Jackie Groenen og Danielle van de Donk skoruðu tvö mörk hvor fyrir Holland og þær Sheride Spitse, Aniek Nouwen og Katja Snoeijs skoruðu eitt mark hver. Sigurinn í kvöld þýðir að Holland er þegar búið að tryggja sér sæti á EM á næsta ári en Hollendingar hirtu gullið á EM fyrir fjórum árum, þá á heimavelli.

Einn leikur fór fram í riðli Íslands í kvöld. Þar mættust Slóvakía og Ungverjaland og lauk leiknum með 2-1 sigri Slóvakíu, en bæði lið eru nú með sjö stig í riðlinum. Svíþjóð er í efsta sæti riðilsins með 16 stig og Ísland er í öðru sætinu með 13 en Ísland á leik til góða. Ísland og Svíþjóð mætast ytra á þriðjudaginn kemur í afar mikilvægum leik um toppsæti F-riðilsins.