Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Bamford skoraði þrennu fyrir Leeds gegn Villa

epa08769052 Patrick Bamford of Leeds United celebrates after scoring the 2-0 lead during the English Premier League soccer match between Aston Villa and Leeds United in Birmingham, Britain, 23 October 2020.  EPA-EFE/Laurence Griffiths / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications.
 Mynd: EPA-EFE - GETTY POOL

Bamford skoraði þrennu fyrir Leeds gegn Villa

23.10.2020 - 20:55
Patrick Bamford var aðalmaðurinn í sigri Leeds á Aston Villa í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Bamford þrennu í seinni hálfleiknum.

Aston Villa hefur farið á kostum á upphafi tímabils en Villa rétt slapp við fall úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Aston Villa var búið að vinna alla fjóra leiki sína fyrir leikinn gegn Leeds í kvöld en Leedsarar kipptu Villa-mönnum rækilega niður á jörðina í kvöld. 

Patrick Bamford fékk mörg góð færi í fyrri hálfleik en inn vildi boltinn ekki. Bamford kvittaði þó heldur betur fyrir sig í seinni hálfleiknum en á 55. mínútu kom hann gestunum frá Leeds í 1-0. Tólf mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna og þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði hann þriðja mark sitt og þriðja mark Leeds og leiknum lauk með 3-0 sigri gestanna.

Eftir sigurinn er Leeds í 3. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Liverpool, en með betri markatölu. Aston Villa situr í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Everton.