Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Neyðarástandi aflétt í Taílandi

22.10.2020 - 06:38
epa08763864 A handout photo made available by the Royal Thai Government shows Thai Prime Minister Prayut Chan-o-cha speaking on Thai Television pool in Bangkok, Thailand, 21 October 2020 (issued 22 October 2020). Thai Prime Minister Prayut declared the end of the State of Emergency in Bangkok, which will take effect at 12:00, on 22 October 2020. The move comes in the midst of the pro-democracy protesters rally calling for the resignation of Thai Prime Minister Prayut Chan-o-cha, and a rewrite of the new constitution and monarchy reform.  EPA-EFE/THE ROYAL THAI GOVERNMENT / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - THE ROYAL THAI GOVERNMENT
Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra Taílands afturkallaði í nótt vikugamla tilskipun um neyðarástand í landinu.

Tilgangurinn með tilskipuninni var að freista þess að kveða niður ólögleg mótmæli í höfuðborginni Bangkok og stöðva framgöngu lýðræðisafla í landinu.

Bannið við því að fleiri en fjórir kæmu saman féll um sjálft sig því mótmælendur hafa safnast saman í stórum hópum víða um Bangkok og krafist afsagnar Prayuts forsætisráðherra.

Þing landsins hefur verið kallað úr leyfi til að reyna að lægja ófriðaröldurnar í landinu.