Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna austan storms á Suðurlandi undir Eyjafjöllum og á Suðausturlandi, einkum í Öræfum og Mýrdal, í kvöld og í nótt. Spáð er austan 18-23 m/s og vindhviðum staðbundið yfir 35 m/s. Ökumönnum á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind er bent á að fara varlega.