Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

15 hótel opin af 48

22.10.2020 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
15 af þeim 48 hótelum sem eru í eigu fjögurra stærstu hótelkeðja landsins eru opin, þar af eru sjö á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum hótelum eru samtals rúmlega 5.000 herbergi en nú eru tæplega 2.200 opin. 

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Að jafnaði eru 3% herbergja á hótelum Centerhotels í útleigu á virkum dögum, segir í frétt Viðskiptablaðsins. Haft er eftir Kristófer Oliverssyni, eiganda og framkvæmdastjóra Centerhotels, að hóteleigendur séu að safna skuldum til vors og vonist til að þá breytist staðan.

Kristófer segir í Viðskiptablaðinu að hann hafi þurft að segja flestu starfsólki sínu upp, þeir sem eftir eru séu flestir á hlutabótaleiðinni sem renni út um áramótin. 

 

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir