Athugið þessi frétt er meira en 6 mánaða gömul.

Úrkomusamt fram á sunnudag en hlýtt miðað við árstíma

21.10.2020 - 06:44
Mynd með færslu
 Mynd: Ragnhildur Thorlacius - RÚV
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag gangi í suðaustan kalda með smávægilegri rigningu eða slyddu á sunnan- og vestanverðu landinu. Búist er við að mun hægara og bjartviðri verði norðaustan til.

Á morgun nálgast kröpp og djúp lægð frá Nýfundnalandi. Hvessir þá úr austri og verður hvassast við suðuströndina, jafnvel staðbundinn stormur um kvöldið.

Veðurstofan býst við lítilsháttar vætu víða um land, en þurrt verður að kalla fyrir norðan. Í kortununum eru áframhaldandi hvassir vindar og úrkomusamt veður fram á sunnudag þegar lægir loks og rofar til. Fremur hlýtt verður í veðri miðað við árstíma.

Þeir sem hyggja á ferðlög næstu daga ættu að fylgjast vel með veðurspám og færð, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV