Athugið þessi frétt er meira en 7 mánaða gömul.

Kvöldfréttir og Kastljós: Öll merki bönnuð á búningum

21.10.2020 - 18:50
Þetta er hörmulegt og sendir kolröng skilaboð til þeirra hópa sem við viljum ná til, segir yfirlögregluþjónn um umdeild áróðursmerki á búningi lögreglukonu að störfum. Öll merki á lögreglubúningum eru nú bönnuð. Sóttvarnayfirvöld kanna hvort ástæða sé til að breyta reglum um sóttkví í skólum. Börn virðast smita minna en aðrir. Áhöfn Júlíusar Geirmundssonar fékk að fara í land í dag. 22 af 25 skipverjum hafa smitast af COVID-19.
freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV