Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Jarðskjálfti um 2,5 stig fannst á höfuðborgarsvæðinu

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Páll Svavarsson
Jarðskjálfti sem sjálfvirk mæling Veðurstofu Íslands mælir 2,5 stig að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu kl. 2:22 í nótt.

Jarðskjálftafræðingur á vakt segir að búast megi við að skjálftar finnist áfram meðan hrinan gengur yfir. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Núpstaðahálsi og við Fagradalsfjall frá því stóri skjálftinn reið yfir í gær.