Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu

21.10.2020 - 02:09
epa08757933 A handout photo made available by Felipe del Valle shows Brazilian artist Kobra while working his mural of Pele, in the city of Santos, Brazil, 17 October 2020 (issued 19 October 2020). The Brazilian painter Kobra finished this Sunday his work 'Coração Santista' (Santista Heart), in the city of Santos, in the state of Sao Paulo, in which he pays tribute to world soccer legend, the Brazilian Edson Arantes do Nascimento, known worldwide as Pelé, who will turn 80 on 23 October.  EPA-EFE/Felipe del Valle / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES/NO ARCHIVES
 Mynd: EPA-EFE - Felipe del Valle
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé kveðst alsæll með að halda andlegri heilsu sinni. Þetta kom fram í myndskeiði sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af áttræðisafmæli sínu á föstudaginn kemur.

Pelé segist vona að þegar kemur að leiðarlokum taki Guð honum jafnfagnandi og áhorfendur á knattspyrnuleikjum gerðu um allan heim. 

Pelé, sem var skírður Edson Arantes do Nascimento,  hefur glímt við líkamlega vanheilsu undanfarin ár og hefur þurft að dvelja talsvert á sjúkrastofnunum vegna þess.

Hann hefur aðeins eitt nýra en hitt var fjarlægt eftir að hann rifbeinsbrotnaði illa í knattspyrnuleik. Pelé hefur sömuleiðis þurft að notast við göngugrind undanfarin ár enda eru mjaðmir hans lúnar eftir langa ævi. 

Pelé fagnaði þrisvar heimsmeistaratitli með félögum sínum í brasilíska landsliðinu, 1958, 1962 og 1970.

 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV